Kvenfélagið Freyja í Austur Landeyjum fagnar 90 ára afmæli þann 15. október 2024.
Það var í júní árið 1934 sem nokkrar konur komu saman að Krossi sem þá var samkomustaður sveitarinnar og ræddu stofnun kvenfélags. Félagið var síðan formlega stofnað 15. október árið 1934 og hlaut nafnið Freyja. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Guðrún Jónasdóttir í Hallgeirseyjarhjáleigu og varð hún fyrsti formaður félagsins. Með henni í fyrstu stjórn voru systurnar Vilborg Sæmundsdóttir á Lágafelli, gjaldkeri, og Margrét Sæmundsdóttir í Miðey, ritari.
11.10.2024
Fréttir