Ungmennaráð Rangárþings eystra er skipað 7 fulltrúum á aldrinum 14-25 ára og jafn mörgum til vara. Fulltrúar eru kosnir til tveggja ára og nú vantar okkur þrjá fulltrúa.
Það var í júní árið 1934 sem nokkrar konur komu saman að Krossi sem þá var samkomustaður sveitarinnar og ræddu stofnun kvenfélags. Félagið var síðan formlega stofnað 15. október árið 1934 og hlaut nafnið Freyja. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Guðrún Jónasdóttir í Hallgeirseyjarhjáleigu og varð hún fyrsti formaður félagsins. Með henni í fyrstu stjórn voru systurnar Vilborg Sæmundsdóttir á Lágafelli, gjaldkeri, og Margrét Sæmundsdóttir í Miðey, ritari.
Fimmtudaginn 26. september fór 7. Bekkur Hvolsskóla í árlega ferð að Sólheimajökli að mæla hop jökulsins. Farið var frá Hvolsskóla klukkan 8:30 að morgni og komið að Sólheimajökli klukkutíma seinna.
264. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 3. október 2024 og hefst kl. 08:15
Í dag var Pannavöllur settur upp á grasvellinum á Hvolsvelli. Pannavöllur er völlur þar sem börn jafnt sem fullorðnir keppa einn á móti einum eða tveir á tvo í knattspyrnu. Vinsældir Pannafótbolta eru miklar um allt land og Pannavellir eru á mörgum stöðum á landinu.