Viðurkenning fyrir sveitarlistamann Rangárþings eystra er nú afhent í 10. sinn en bæði einstaklingar og hópar hafa fengið þessa viðurkenningu síðustu ár. Menning og listir í Rangárþingi eystra njóta sín með tónleikum og viðburðum um allt sveitarfélagið.
Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvelli, miðvikudaginn 11. september kl. 15:00
Nú á laugardagskvöld, 7. september, verður haldið Ljósakvöld í Guðbjargargarði við gamla bæinn í Múlakoti í Fljótshlíð. Vinafélag gamla bæjarins stendur fyrir viðburðinum og býður Björn Bjarnason formaður gesti velkomna. Pétur Hrafn Ármansson arkitekt og starfsmaður Minjastofnunar Íslands segir frá verndun Múlakots og Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri, stjórnar fjöldasöng með gítarleik. Kaffiveitingar verða í boði í garðinum.
Á föstudögum kl 10:00 ætlar bókasafnið á Hvolsvelli að bjóða upp á foreldramorgna. Þessar samverur eru fyrir foreldra og börn þeirra og henta þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd valdi fyrir Kjötsúpuhátíð 2024 þrjá handhafa umhverfisverðlauna sveitarfélagsins 2024. Viðurkenningin er veitt í þremur flokkum, fyrir einkagarð, fyrirtæki og býli í hefðbundum búrekstri.