Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða sveitarstjórnar kynnt vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra
Rangárþing eystra óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf umhverfis- og garðyrkjustjóra sveitarfélagsins. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar færni og útsjónarsemi við að viðhalda fögru umhverfi í sveitarfélaginu.
Fimm sveitarfélög sameina krafta sína með nýrri vefsíðu. Íbúar í Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Ásahreppi, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi geta nú fagnað tilkomu nýrrar sameiginlegrar frístunda- og viðburðasíðu sem ber nafnið Suðurlíf. Síðunni er ætlað að sameina alla viðburði og frístundir í sveitarfélögunum á einn stað til að einfalda íbúum að finna viðburði, íþróttastarf og aðrar frístundir sem standa til boða.
Það var mikið um að vera í morgun á skrifstofunni okkar þegar Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftlagsráðherra kom ásamt gestum til að kynna nýja stofnun sem staðsett verður á Hvolsvelli. Náttúruverndarstofnun verður með höfuðstöðvar í ráðhúsi Rangárþings eystra og munu alls 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni víðsvegar um landið. Þá var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.
Á fimmtudaginn 26.september hefst aftur tungumálakaffið á bókasafninu á Hvolsvelli. Tungumálakaffið verður á hverjum fimmtudegi.  Markmið viðburðarins er að aðstoða erlenda íbúa við að ná tökum á því að tala íslensku. Íslenskumælandi íbúar eru sérstaklega hvattir til að mæta.