Ferðamálastofa hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum fyrir árið 2011. Alls hlutu 28 verkefni styrk að heildarupphæð 33 milljónir króna.
Föstudaginn 18. febrúar er boðað til fundar um fyrirhugaðar framkvæmdir við nýjan veg uppá Fimmvörðuháls við Skóga.
Nefnd á vegum Ferðamálastofu hefur unnið að gerð gæða- og umhverfiskerfi sem kynnt var formlega laust fyrir síðustu áramót. Opinn fundur verður haldinn fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi á Selfossi í dag, 7. febrúar.
Nokkrir málaflokkar sveitarfélagsins eru nú í skoðun hjá sveitarstjórn og var að því tilefndi farið í starfsmannaferð til að skoða hvernig þessum málum er háttað í öðrum sveitarfélögum.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar.