Í Rangárþingi eystra verður þorranum blótað að vanda í hverjum hinna gömlu hreppa. Hér má finna dagsetningar blótanna.
Eins og fram kom í síðasta fréttabréfi var áætlað að færa svifryksmælinn á Hvolsvelli austur undir Eyjafjöll. Það hefur nú verið gert.
Þann 15.janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki.
Við náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Eyjafjallajökli, er öllum venjulegum verkum ýtt til hliðar og í forgang sett mál sem skipta öllu. Hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varð það forgangsverkefni að svara spurningunni ,,Er neysluvatnið drykkjarhæft?“
Síðan í september hefur svifryksmælir Umhverfisstofnunar verið staðsettur á Hvolsvelli. Ástæða þess að mælirinn var þar er m.a. að Hvolsvöllur er það svæði á helsta áhrifasvæði eldgossins þar sem flestir íbúar eru og þar eru bæði leikskóli og grunnskóli.