Í tilefni af opnun Sagnagarðs Langræðslunnar, sem er fræðslu- og kynningarsetur um landgræðslu, verður opið hús fyrir héraðsbúa fimmtudaginn 19. maí n.k. kl. 16-19. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Glöggir vegfarendur á Hvolsvelli hafa eflaust rekið augun í skilaboð frá leikskólabörnum víða um þorpið. Okkur til áminningar um umhverfið. Hópur barna af leikskólanum Örk á Hvolsvelli fór nú á dögunum í göngutúr um bæinn. Markmið með ferðinni var að tína alls kyns rusl og búa svo til úr því listaverk! Ekki var hópurinn búinn að tína lengi þegar börnin höfðu orð á því hvað væri mikið af sígarettustubbum bókstaflega út um allt. Greinilegt var að margir hentu stubbunum frá sér þegar þeir væru búnir að reykja og börnin voru hneyksluð yfir umgengninni.
Þann 23.mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hellu. Það voru 6 skólar sem komu fram, það voru: Grunnskólinn á Hellu, Laugalandsskóli, Hvolsskóli, Víkurskóli, Kirkjubæjarskóli og Grunnskóli Vestmannaeyja.
ÚRSLIT Á LOKAHÁTÍÐUM STÓRU-UPPLESTRARKEPPNINNAR 2010-2011 Á SUÐURLANDI
Námskeið í fuglafræði og fuglaleiðsögn fyrir leiðsögumenn, ferðaþjónustuaðila og aðra áhugasama verður haldið á Suðurlandi í vor. Dagana 15. apríl kl 14:00-19:00 og 17. apríl kl 13:00-18:00 verða fyrirlestrar og 30. apríl og 14. maí verður útikennsla. Áhersla verður á fuglaskoðun á Suðurlandi.