89. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins var haldið í íþróttahúsinu á Hellu á s.l. laugardag.
Öflugt lið Hvolsskóla gerði góða hluti í Skólahreysti sem haldin var á Selfossi í liðinni viku.
Í athyglisverðri góðri grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síðustu helgi er fjallað um afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli undir heitinu „Ekkert dregið úr óvissu frá eldgosi.“ Þar er viðtal við Poulu Kristínu Buch og Sigurð Þór Þórhallsson, gríðarlega duglegt og myndarlegt fólk sem býr á jörðinni Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Í greininni kemur fram að enn er nagandi óvissa í þeim hluta sveitarinnar sem allra verst varð úti í gosinu. Hér er í sjálfu sér ekki um mörg býli að ræða en nauðsynlegt að gefa þessu gætur og bregðast strax við. Óvissan er nagandi og hefur haft mikil áhrif á heilsufar íbúanna.
Tónlistarskóli Rangæinga býður heim!
Gosið í Eyjafjallajökli hefur verið valið eldgos ársins 2010 af Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, að því er fram kemur í frétt á vef Discovery.Í greininni kemur fram að 64 eldfjöll í heiminum hafi verið virk á síðasta ári. Sum eldfjallanna hafi gosið í margar aldir. En víða annarsstaðar kom eldgosið algjörlega á óvart.