Nefnd á vegum Ferðamálastofu hefur unnið að gerð gæða- og umhverfiskerfi sem kynnt var formlega laust fyrir síðustu áramót. Opinn fundur verður haldinn fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi á Selfossi í dag, 7. febrúar.
Nokkrir málaflokkar sveitarfélagsins eru nú í skoðun hjá sveitarstjórn og var að því tilefndi farið í starfsmannaferð til að skoða hvernig þessum málum er háttað í öðrum sveitarfélögum.
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.
Þann 15.janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki.
Við náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Eyjafjallajökli, er öllum venjulegum verkum ýtt til hliðar og í forgang sett mál sem skipta öllu. Hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands varð það forgangsverkefni að svara spurningunni ,,Er neysluvatnið drykkjarhæft?“