Hér má finna minnisblað sveitarstjóra fyrir nóvembermánuð. Minnisblaðið tekur á því helsta sem um er að vera í sveitarfélaginu og er birt á heimasíðu sveitarfélagsins í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Sveitarstjórnarfundir eru að öllu jafna annan fimmtudag í mánuði.
Í Hallgerðartúni er mikið byggingarefni utan lóðamarka. Nú þegar fjöldi íbúa í Hallgerðartúni hefur aukist er mikilvægt að tryggja öryggi íbúa og þá sér í lagi þeirra barna sem í hverfinu búa.
268. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 21. nóvember 2024 og hefst kl. 08:15
Jólaljósin verða kveikt á jólatrénu á miðbæjartúninu og mastrinu okkar flotta þann 20.nov.
Á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem haldinn var miðvikudaginn 13. nóvember, var Noelinie Namayanja sem stundaði nám hjá Fræðslunetinu valin fyrirmynd í námi fullorðinna ásamt Sigurði K. Guðmundssyni sem stundaði nám hjá Mími. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingum sem hafa breytt stöðu sinni eftir þátttöku í úrræðum FA, sýnt framúrskarandi árangur, frumkvæði, kjark og náð að yfirstíga ýmiss konar hindranir.