Karlakór Rangæinga og sönghópurinn Öðlingarnir halda á næsta sunnudag styrktartónleika í Hvolnum fyrir Konráð Helga Haraldsson sem lenti í alvarlegu bílslysi undir Eyjafjöllum í desembermánuði. Tónleikarnir hefjast kl 16:00 þann 12.janúar. Aðgangur verður ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum á tónleikunum.
Jólatrén munu vera kurluð og kurlið nýtist í gróðurbeð og göngustíga á opnum svæðum í sveitarfélaginu
Á gamlárskvöld verður brenna með hefðbundnum hætti á Hvolsvelli og verður kveikt upp í henni kl 18:00. Flugeldasýning hefst kl 18:15. Staðsetning á brennu og flugeldasýningu verður á túni norðan við götuna Halgerðartún.
Björgunarsveitirnar þrjár í Rangárþingi eystra verða að með flugeldasölu fyrir áramótin eins og venjulega. Við hvetjum íbúa til að kaupa flugelda í heimabyggð og styrkja í leiðinni björgunarsveitirnar okkar.
Jólaskemmtun verður á Heimalandi 30.desember 2024 kl.14:00 Hákon Kári mun sjá um tónlist, sr. Jóhanna Magnúsdóttir mætir og jólasveinar mæta á staðinn.